Events related to exhibition:
Sunnudag 22. maí kl. 14 – 16
Málþing: Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Á málþinginu, sem skipulagt er í tengslum við sýninguna Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki, er tekið á tengslum heimspeki og myndlistar og spurningum um skörun þessara tveggja greina. Er hægt að segja að myndlist sé heimspekileg? Getum við greint heimspeki í myndlist eða þurfum við að líta á myndlist og heimspeki sem tvær aðskildar greinar, þar sem hvor hefur afmarkað viðfangsefni og ólíka nálgun?
Þátttakendur eru Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Gunnar J. Árnason, Gunnar Harðarson, Hafþór Yngvason, Jón Proppé, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Ólafur Gíslason.
Málþingið fer fram á íslensku.
Sunnudag 29. maí kl. 13
Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Heimspekileg listsmiðja fyrir börn og foreldra í umsjón Brynhildar Sigurðardóttur og Ingimars Ólafssonar Waage heimspekikennarar.
Sunnudag 29. maí kl. 15
Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Sýningastjóraspjall - Oddný Eir Ævarsdóttir og Ólafur Gíslason ræða við gesti um sýninguna.
Sunnudag 5. júní kl. 15
Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Sýningastjóraspjall – Gunnar Harðarson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir ræða við gesti um sýninguna.
Sunnudag 19.júní kl. 15
Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Sýningastjóraspjall - Gunnar J. Árnason og Jón Proppé ræða við gesti um sýninguna.
Laugardag 6. ágúst kl. 14
Hafnarhús- Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Heimspekileg samræða um listaverk fyrir ungt fólk í umsjón Brynhildar Sigurðardóttur og Ingimars Ólafssonar Waage.
Helgina 13.-14. ágúst
Hafnarhús - Málþing: Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Umræður taka á tengslum heimspeki og myndlistar og velta upp spurningum um skörun þessa tveggja greina. Er hægt að segja að myndlist sé heimspekileg? Getum við lesið heimspeki í myndlist? Eða þurfum við að líta á myndlist og heimspeki sem tvær aðskildar greinar þar sem hvor er með sitt afmarkaða viðfangsefni og ólíka nálgun?
Þátttakendur eru íslenskir og erlendir fræðimenn með bakgrunn í listheimsspeki.
Sunnudag 28. ágúst kl. 15
Hafnarhús - Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki
Sýningastjóraspjall - Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir og Hafþór Yngvason ræða við gesti um sýninguna.