17.01.2023
Fjölmennt á sýningaropnun á Kjarvalsstöðum
Sýningin Rauður Þráður með verkum Hildar Hákonardóttur var opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 14. janúar að viðstöddu miklu fjölmenni.
Á sýningunni má sjá mörg af þekktustu verkum Hildar sem hafa öðlast mikilvægan sess í íslenskri menningarsögu og haft áhrif til breytinga í þjóðfélaginu.
Sýningarstjóri er Sigrún Inga Hrólfsdóttir en sýningin er afrakstur rannsóknar Sigrúnar á ferli Hildar.