Styrkur úr Loftslagssjóði

Markús Þór Andrésson, Jaime DeSimone & Anders Jansson.

Listasafn Reykjavíkur er stolt af því að tilkynna um veglegan styrk að upphæð tíu milljónir króna úr Lofslagssjóði til verkefnisins North Atlantic Triennial. Um er að ræða fyrirhugað samstarfsverkefni safnsins, Portland Museum of Art (Bandaríkin) og Bildmuseet (Svíþjóð) með samsýningu sem ferðast á milli landa ásamt fræðsludagskrá og útgáfu. Úthlutunin fór fram í lok mars og styður Loftslagssjóðurinn meðal annars við verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. 

North Atlantic Triennial var á dagskrá safnanna þriggja á þessu ári en hefur verið frestað til 2022 vegna COVID-19 faraldursins. 

Myndin er tekin árið 2019 þegar sýningarstjórar safnanna þriggja hittust í Maine í Bandaríkjunum; Markús Þór Andrésson frá Listasafni Reykjavíkur, Jaime DeSimone frá listasafninu í Portland og Anders Jansson frá Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð.