Sýningaropnun 28. maí: RÍKI – flóra, fána, fabúla

Laugardaginn 28. maí kl. 16 opnar sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla í Hafnarhúsi sem er viðamikil sýning á verkum sem tengjast náttúrunni og flokkunarkerfi hennar. Sýningin veitir áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum, glænýjum verkum sem og öðrum eldri úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.

Á opnunardegi sýningarinnar kl. 17 flytur myndlistarmaðurinn Anna Fríða Jónsdóttir gjörning ásamt sellóleikaranum Ástu Maríu Kjartansdóttur í fjölnotasal Hafnarhússins.

Boðið verður upp á viðamikla dagskrá samhliða sýningunni, meðal annars gjörninga og kvikmyndasýningar.