Listasafn Reykjavíkur hlaut í dag sérstaka viðurkenningu Myndlistarráðs fyrir röð veglegra sýningaskráa sem gefnar hafa verið út í tilefni yfirlitssýninga á verkum listamanna hafa á heilsteyptum ferli sínum skilað markverðu framlagi til þróunar íslenskrar listasögu.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhenti Önnu Rún Tryggvadóttur, myndlistarmanni, viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.
Sýningin Dýrslegur kraftur verður opin gestum í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, frá og með fimmtudeginum 18. febrúar. Dýrslegur kraftur er samsýning Errós og fimmtán annarra listamanna.
Ljósmyndasýning Ragnars Axelssonar, Þar sem heimurinn bráðnar, verður opin gestum í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, frá og með laugardeginum 30. janúar.