Nú getur þú fengið myndina þína birta á Instagram-síðu Listasafns Reykjavíkur. Taktu mynd(ir) af þér og þínum með listaverkum og arkitektúr safnsins eða styttum bæjarins og póstaðu á Instagram undir myllumerkinu #listasafnreykjavikur.
Höfundar listaverks sem valið var úr sjötíu innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur eru arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Verkið hefur fengið nafnið Sjávarmál.
Tilkynnt verður um sigurvegara í samkeppni um nýtt útilistaverk í Vesturbæ þriðjudaginn 18. ágúst kl. 12.00. Athöfnin fer fram sjávarmegin við Eiðsgranda í Reykjavík til móts við Keilugranda.
Það er að mörgu að hyggja í Listasafni Reykjavíkur og eitt af mikilvægustu verkefnunum á hverju sumri er að yfirfara útilistaverkin í borginni. Þau eru þrifin og bónuð, gert er við skemmdir og þau máluð svo eitthvað sé nefnt.