Þátttaka
Þátttaka (Participation)
Öll myndlist byggist á þátttöku áhorfenda því að hvað væri listin án þeirra? Sum verk ganga lengra og fá okkur til þess að koma til móts við verkið með beinni þátttöku. Það mætti kalla þetta samstarf á milli listamanns og áhorfanda um að fullgera verkið.
Dæmi úr safneign:
Katrín Sigurðardóttir býður áhorfendum að stíga upp á hvítan kassa. Þá er áhorfandinn orðinn að eins konar skúlptúr eða styttu ofan á stöpli. Í kassanum er gat og maður þarf að stinga höfðinu í gatið til þess að sjá upp undir loftið. Þar leynist ævintýralandslag með eyjum og fjöllum í allar áttir.
Mynd: Katrín Sigurðardóttir, Án titils, 2007