Þurfa allir listamenn vinnustofu?

Þurfa allir listamenn að hafa vinnustofu?
Listamenn skapa verk sín á mjög ólíkan hátt og vinnustofa getur verið teygjanlegt fyrirbæri. Listamenn vinna í fjölbreytta miðla og þurfa aðstöðu sem hentar. Listamaður sem vinnur með málverk getur þurft herbergi eða sal með góðri birtu, ef unnið er í skúlptúr getur þurft verkstæði með ýmsum tólum og tækjum, ef listamaður teiknar aðallega þarf kannski bara borð og stól. Síðan er fullt af listamönnum sem notast eingöngu við fartölvu og geta verið hvar sem er. Enn aðrir vinna verk sín beint á sýningarstað og þurfa enga aðra aðstöðu. Hver sem miðillinn er hafa flestir listamenn þörf fyrir einhvern stað innan eða utan heimilisins til þess að einbeita sér að myndlistinni. Samband íslenskra myndlistarmanna leigir til dæmis um 200 vinnustofur af ólíkum stærðum til félagsmanna sinna. 

Mynd: Kjarval