Veldu ár
Kristín Jónsdóttir
Á sýningunni er veflist, ný verk eftir Kristínu Jónsdóttur. Snilldin, hlýjan og hjartalagið kemur skýrt fram í verkum veflistakonunnar Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá. Frjótt hugmyndaflug hennar einkennir verk hennar og þar kemur skýrt í ljós þekking listamannsins á sögu, hefðum og efninu sjálfu sem unnið er með ásamt næmri skynjun á samtímanum og dirfskunni við að flétta saman ólíkar listgreinar. Kristín er fædd 1933, nam í Myndlistarskólanum í Reykjavík 1949-52, Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn 1954-57 og École des Arts Italiennes í París 1959. Hún hefur haldið 6 einkasýningar á árunum 1981-1995 og verið með í hátt í þremur tugum samsýninga á árunum 1974-1994.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.