Veldu ár
D12 Jeanette Castioni
Jeannette Castioni (f. 1968) ólst upp í Verónu á Ítalíu — stað sem er ríkur af sagnahefð og arfleifð, þar sem fjöldi helgimynda er svo ríkulegur að þeirra er neytt eins og "daglegs brauðs". Í Hver er hræddur við hvern lítur hún yfir svið hins ímyndaða sambræðings menningarheima gegnum samskipti og tækni, og þröngvar þessum stafræna rétttrúnaði inn í einhverskonar menningarlegt óminni — og einhverskonar kvíða og ótta sem fæðist af helgimyndum og myndum almennt. Í ólíkum þáttum sýningarinnar ber hún kennsl á óhuggulegar og ósamkvæmar hliðstæður og óvæntan bræðing hugmynda hins gamla og hins nýja, afgangsins og þess sem koma skal.
Castioni þekkir vel vald helgimyndanna og viðvarandi forræði þeirra yfir fordómum okkar og skoðunum. Með því að nota skírskotanir í listasöguna til frægra Ítala eins og Berninis (1598–1680), Giambologna (1529–1608), og Tintoretto (1518–1594), og þýska myndlistarmannsins Dürers (1471–1528), og hollenska listmálarans Memlings (1430–1494) — dregur Castioni fram þversögnina milli ákveðinna helgimynda, mynda og hugmyndatengsla sem helgimyndirnar skapa , og myndanna sem gefnar eru í skyn, í samhengi sem gefur þeim tímabundna merkingu og brotakennd gildi.
Pallur með götum á, á miðju gólfi sýningarsalarins, er svið sem sýningargestum býðst að stíga upp á og uppgötva fyrir sjálfa sig hljóðupptökur á viðtölum við frægar persónur — eitt þeirra er við súrrealíska listmálarann Dalí (1904–1989) þar sem hann ræðir um yfirvararskegg sitt.
Jeannette Castioni býr og starfar í Reykjavík og útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 . Hún hefur sýnt á Íslandi, í Bandaríkjunum, á Ítalíu og í Þýskalandi, Lettlandi og Rússlandi.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.