Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
17.09.2009
03.01.2010

Innpökkuð Herbergi

Fígúrur og málverk hins kunna japanska popplistamanns Yoshitomo Nara (1959) hafa farið sigurför um heiminn undanfarna tvo áratugi. Málverk hans tengjast mjög japanskri teiknimyndahefð og popplist en umgjörð verkanna er breytileg eftir sýningarstað.

Í Hafnarhúsinu eru verkin sýnd í sérsmíðuðum flutningagámum sem hægt er að skoða inn um opnar hliðar, glugga eða gægjugöt. Inn í gámunum eru lítil og stór málverk af grallaralegum smástelpum eða furðuverum ásamt þrívíðum verkum, sem minna helst á leikföng. Nara vinnur verk sín í samvinnu við hóp þekktra listamanna og hönnuða sem kalla sig Graf, en á þessari sýningu er í för með honum einn af forkólfum hópsins og aðalsamstarfsmaður Nara, Hideki Toyoshima.

Á sýningartímabilinu er boðið upp á fjölskylduleiðsögn og listsmiðju, námskeið fyrir framhaldsskólanema og málþing í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur.

Sunnudag 25. október kl. 15
Hafnarhús – Innpökkuð herbergi Yoshitomo Nara + YNG
Fjölskylduleiðsögn á sýningu Yositoma Nara og listsmiðja með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur  myndlistarmanni.

Sunnudag 15. nóvember kl. 15
Hafnarhús – Innpökkuð herbergi Yoshitomo Nara + YNG
Málþing. Dagskrá í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Fyrirlesarar Úlfhildur  Dagsdóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og fleiri.

Listamaður/-menn: 
Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Arnaldur Halldórsson
Boðskort: 
Sýningarskrá: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 25423346.pdf (802.88 KB)
PDF icon 25347776.pdf (534.21 KB)
PDF icon 25347875.pdf (578.33 KB)
PDF icon 25556565.pdf (7.65 MB)
PDF icon 13334096.pdf (597.87 KB)
PDF icon 13625047.pdf (524.02 KB)
Myndir frá opnun: 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.