Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
21.05.2015
18.10.2015

Kathy Clark: Bangsavættir

Uppistaðan í innsetningunni eru leikföng sem áður voru í eigu annarra. Um er að ræða þúsundir bangsa, sem listakonan hefur farið ómildum höndum um og umbreytt. Í eina tíð þjónuðu þessir mjúku og loðnu bangsar mikilvægum tilgangi sínum sem félagar barna. Þeir voru hafðir með í rúmið, þvælt um allt, klæddir og mataðir. Eins og raunin er með flesta hluti, missa þeir að lokum notagildi sitt og er troðið í glatkistuna. En ef til vill búa þeir yfir orku frá fyrri eigendum sínum. Ef þessir bangsar mættu mæla, myndu þeir þá segja frá barninu sínu?

Kathy meðhöndlar tuskubangsana til að ná fram ólíkum áhrifum. Utan um suma vefur hún þræði og dýfir svo í vax til að ná fram gróteskum og brengluðum formum, aðra sker hún upp og tæmir og hellir loks heitu vaxi yfir slappan feld þeirra. Svo eru aðrir sem hún klippir í búta og saumar saman aftur, límir eða kremur. Þó að þær séu aldrei í upprunalegu formi sínu verða þessar vansköpuðu verur ennþá einkennilegri þegar listakonan hefur vaxborið loðinn feldinn.
Ferðin í gegn um innsetninguna teymir áhorfandann meðal annars í gegnum stofu, skýjum hulinn kirkjugarð, varðaða heiði, safn fjölskyldumynda og milli bangsatrjáa. Drungaleg lýsingin ásamt samsöng umhverfishljóða styður við maximalíska innsetninguna og birtir sálfræðilega spillingu og leyndardómsfullan veruleika sem ætlað er að kalla fram bernskuminningar áhorfandans. Þeirra á meðal minningum og tilfinningum tengdum höfnun og vanrækslu.

Kathy Clark (f. 1957) hefur búið og starfað í Reykjavík frá árinu 2005 og hefur tekið þátt í mörgum sýningum hér á landi og í Bandaríkjunum. Hún lauk mastersprófi frá San Francisco Art Institute árið 1985 eftir að hafa stundað framhaldsnám í San Diego State University.

Kathy Clark um sýninguna:

„Ég er safnari. Ég safna notuðum hlutum sem mér finnst áhugaverðir og bera með sér sögu og himneska tilfinningu. Þessir hlutir eru mér uppspretta, stökkpallur fyrir verkin mín, þar sem ég skapa samskipti og byggi upp hugmyndir í kringum þá. 

Þannig byrjaði bangsaheimurinn minn.

Bangsavættir er staður þar sem ekki er allt sem sýnist. Hann sýnir speglun mannlegs eðlis og heim náttúrunnar. Þetta er staður fyrir bangsa af öllum stærðum og gerðum og í öllum hugsanlegum afbrigðum og ástandi. Nokkurskonar griðastaður sem dregur upp ferð um hina ólíku heima bjarnanna. Hér birtist myndhverfing fyrir okkur mennina og fyrri reynslu okkar, góða og slæma.“ – Kathy Clark (2015)

 

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Yean Fee Quay
Boðskort: 
Boðskort
Myndir frá opnun: 
Myndbönd

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Kathy Clark, Bangsavættir, 2015. Ljósmyndari: Sveinn
Hafnarhús
20. júní 2015 - 15:00