Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
01.02.2014
13.04.2014

Hljómfall litar og línu

Frá því snemma á 20. öld hafa forvígismenn abstraktlistarinnar leitað meðvitað í fagurfræði tónlistar til að þróa nýja tegund af listaverkum án tilvísunar í ytri raunveruleika. Á þriðja áratug liðinnar aldar fóru svo framsæknir listamenn að gera tilraunir með nýja möguleika sem kvikmyndatæknin bauð upp á til að túlka tónverk eða skapa sjónræna upplifun sem svipaði til þess að hlusta á tónverk.

Síðan hefur tilkoma vídeótækninnar og æ fullkomnari tón- og myndvinnslubúnaður gert listamönnum mögulegt að þróa þetta listform lengra. Á síðustu áratugum hafa  sífellt komið fram nýjar leiðir til að kanna samspil tónlistar og myndlistar og hafa þær gjarnan leitt til náins samstarfs myndlistar- og tónlistarmanna. Þannig má rekja hugmyndir um sjónræna tónlist í gegnum alla listasögu 20. aldar og fram á okkar daga.

Sýningin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum eru sýnd lykilverk eftir helstu frumkvöðla sjónrænnar tónlistar, Viking Eggeling, Thomas Wilfred, Oskar Fischinger og bræðurna John og James Whitney.

Annar hluti sýningarinnar samanstendur af verkum eftir íslenska og erlenda samtímalistamenn. Meðal verka er ný innsetning, Trajectories eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðjónsson og tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur, DeCore (aurae) eftir listamanninn Doddu Maggý og valin verk eftir bandaríska listamennina Stephen Beck og Jeremy Blake. Einnig má sjá verðlaunaverk frá sjónrænu tónlistarhátíðinni Punto y Raya sem haldin var í Hörpu um mánaðamótin janúar-febrúar.

Þriðji hluta sýningarinnar samanstendur af u.þ.b. 25 verkum sem sýna hvernig hugmyndir um samhengi myndlistar og tónlistar þróuðust hér á landi. Þótt abstraktlistin kæmi seint til Íslands höfðu listamenn snemma áhuga á hinni nýju fagurfræði og talsvert var rætt um það hvernig myndlist gæti líkst tónlist.

Sýningin er haldin í samstarfi við Miðstöð sjónrænnar tónlistar (www.rcvm.is) og er styrkt af Friðriki Steini Kristjánssyni með úthlutun úr Listasjóði Silfurbergs (Silfurberg Art Fund).

Sýningarstjórar: Hafþór Yngvason, Jón Proppé og Yean Fee Quay.

Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Pétur Thomsen
Sýningarstjóri/-ar: 
Hafþór Yngvason
Yean Fee Quay
Jón Proppé
Samstarfsaðili: 
Siilfurberg
Boðskort: 
Sýningarskrá: 
Myndir frá opnun: 
Viðburðir tengdir sýningu: 
Dagskrá Miðvikudag 29. janúar – fimmtudag 30. janúar Vinnustofur í samvinnu við sjónrænu tónlistarhátíðina Reykjavík Visual Music. Laugardag 22. febrúar kl. 15 Jón Proppé sýningarstjóri ræðir við gesti um sýninguna. Laugardag 15. mars kl. 15 Dodda Maggý myndlistarkona ræðir við gesti um verk sitt á sýningunni. Laugardag 5. apríl kl. 15 Sigurður Guðjónsson listamaður og Anna Þorvaldsdóttir tónskáld ræða við gesti um verk sitt á sýningunni. Sunnudag 6. apríl Málþing í tengslum við sýninguna með þátttöku lista- og fræðimanna.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.