Veldu ár
Tilraunamaraþon
Tilraunamaraþon er tvíþætt verkefni sem þróar viðteknar hugmyndir um tilraunastarfsemi og sýningar, en stjórn þess er í höndum Hans Ulrich Obrist og Ólafs Elíassonar. Sýningin samanstendur af heimildasöfnum, nýjum verkum og verkum sem ekki hafa verið sýnd áður á Íslandi, auk opinbers viðburðar þar sem rúmlega 40 leiðandi listamenn á alþjóðavettvangi, rithöfundar og vísindamenn leiða saman hesta sína til að mynda tilraunastofu upplifanna.
Tilraunamaraþonið er framhald og frekari útfærsla á Tilraunamaraþoni Serpentine Gallery, sem fór fram í Október árið 2007. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir tveggja daga tilraunamaraþoni opnunarhelgi Listahátíðar þann 16. og 18. maí 2008. Margir þeirra listamanna sem gera tilraunir sem hluta af þessum viðburði eiga einnig verka á sjálfri sýningunni.
Tilraunamaraþonið beinir sjónum að skilningi okkar á heiminum og því hvernig þekking eykst með tímanum í gegn um tilraunamennsku. Þrjú heimildasöfn mynda kjarna sýningarinnar og hefur þeim verið sköpuð sérstök umgjörð í safninu. Heimildir um Serpentine Gallery Experiment Marathon (London, 2007) eru í byggingu sem Einar Þorsteinn hannaði ásamt Teiknistofunni Svalir, heimildasafn sýningarinnar Laboratorium (Antwep, 1999) er sýnt í umgjörð eftir Yona Friedman, en hans eigið safn, sem sýnir áhrifamikla nálgun hans við byggingarlist, myndar þriðja hluta kjarnans.
Sýningin er unnin í samvinnu við Serpentine Gallery. Bakhjarlar Tilraunamaraþonsins eru Emma Ridgway, Markús Þór Andrésson og Dorothe Kirch voru verkefnisstjórar sýningarinnar.
Sýningin er unnin í samvinnu við Serpentine Gallery og Listahátíð í Reykjavík. Bakhjarlar Tilraunamaraþonsins eru Orkuveita Reykjavíkur og Icelandair.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.