Fimmtudagurinn langi: Ókeypis aðgangur í Hafnarhús kl. 17-22.00
Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi!
Dagskrá Listasafns Reykjavíkur
Öllum reglum er framfylgt um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir.
Hafnarhús
Opnunardagur sýningarinnar D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug.
Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) lauk BA-prófi í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2016. Verk hennar eiga sér stað á breiðum efnislegum skala; örfínar agnir, kílómetrar af rafmagnsvír, torkennileg lykt eða blikkandi augu á saklausum símaskjá. Birna laðast að því sem virðist vera á barmi þess að vera til; hið ósnertanlega og ósýnilega. Í myndheimi Birnu er tilvera hlutar eða hugmyndar gjarnan undirstrikuð með fjarveru hennar.
Aðrar sýningar:
Abrakadabra – töfrar samtímalistar
Ferðagarpurinn Erró
Ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00 – allir velkomnir!
Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!