Kynningarkvöld: Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir (F.Ú.S.)
Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir (F.Ú.S.) var stofnað 15. janúar 2008 af rúmlega 120 notendum tví- og fjórhjóla og eru félagar nú um 600 talisins. Félagsmenn í Slóðavinum eru á öllum aldri, af báðum kynjum og búa um allt land.
Markmið og gildi félagsins eru að stuðla að öruggri og ábyrgri ferðamennsku með því að útbreiða og efla notkun vélhjóla sem almenningsíþrótt, heilsusamlegri útiveru og heilsurækt. Auka þekkingu almennings, fjölmiðla, stjórnvalda og landeigenda á ferðalögum og útivist þeirra sem aka um á vélhjólum og gefa gott fordæmi um umgengni með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.
Slóðavinir hafa talvert látið til sín taka í umhverfismálum og hafa m.s. tekið þátt í uppgræðslu við Sultartanga síðastliðin 10 ár.
Hekluskógar eru 300 hektara svæði sem er norðan þjóðvegarins frá Þjórsárbrúnni við Sultartangavirkjun að Ferjufit vestan Hrauneyjavegar. Reitur þessi hefur nú fengið heitið Mótorhjólaskógurinn, enda eru ýmis fleiri félög mótorhjólafólks sem tekur þátt í verkefninu.