3. febrúar 2019 - 15:00

…lífgjafi stórra vona: Leiðsögn sýningarstjóra

Edda Halldórsdóttir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri leiðir fólk um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: …lífgjafi stórra vona.

Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og arfleifð hans lifir í fjölbreyttu lífsverki sem nær yfir fjölda málverka af náttúru landsins, kynjaverum sem þar leynast og fólkinu í landinu. Þannig má skipta myndefni Kjarvals gróflega í þrjá hluta; landslagsmyndir, fantasíur og mannamyndir. Þó skarast þetta oft þannig að í sömu myndinni getur verið að finna allar myndgerðirnar.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.