13. október 2018 - 15:00

Sýningaopnun, styrkur úr listasjóði og tilkynnt um listamenn í D-sal 2019

Sýningaopnun, styrkur úr listasjóði og tilkynnt um listamenn í D-sal 2019
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Erró: Svart og hvítt, D34 María Dalberg: Suð, Listasjóður Guðmundu S. Kristinsdóttur, fjórir listamenn í D-sal 2019 

Ný sýning á verkum Errós, Svart og hvítt, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardag 13. október kl. 15.00. Listamaðurinn verður viðstaddur opnunina og mun afhenda styrk úr listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson opnar sýninguna. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran.

Við sama tækifæri verður opnuð sýning á verkum Maríu Dalberg í D-sal Hafnarhússins. María er 34. listamaðurinn til þess að sýna í sýningaröðinni. Edda Halldórsdóttir er sýningarstjóri.

Einnig verður tilkynnt hvaða fjórir listamenn hafa verið valdir til að sýna í D-sal á næsta ári, en Listsasafni Reykjavíkur bárust umsóknir frá yfir 130 listamönnum.