Taktu mig hérna við uppþvottavélina - minnisvarði um hjónaband

Þriðji og síðasti gjörningur Ragnars Kjartanssonar, á sýningunni Guð, hvað mér líður illa hefst laugardaginn 9. september kl. 10. Þátttakendur í gjörningnum Taktu mig hérna við uppþvottavélina - minnisvarði um hjónaband eru tíu trúbadorar sem standa vaktina á opnunartíma safnsins og spila og syngja. 

Í bakgrunni má sjá atriði úr kvikmyndinni Morðsaga, en þar léku foreldrar Ragnars á móti hvort öðru í eldheitu ástaratriði. Í fjölskyldunni gengur sú saga að listamaðurinn hafi verið getinn einmitt um það leyti þegar myndin var tekin upp.

Gjörningurinn hefst klukkan tíu á morgnana og honum lýkur kl. 17 alla daga nema fimmtudaga þegar opið er til kl. 22 í Hafnarhúsinu.