Miðlun
Grunnstef í miðlun Listasafns Reykjavíkur er að allir geti tengst myndlist í fortíð og samtíma á eigin forsendum. Listasafnið er vettvangur rannsókna og fræða en ekki síður uppgötvunar og upplifunar. Í fjölbreyttu miðlunarstarfi safnsins og viðamikilli dagskrá er komið til móts við ólíka hópa samfélagsins. Útgangspunkturinn eru sýningar, safneign og sérþekking innan Listasafns Reykjavíkur. Markmiðið er að skapa borgarbúum og öðrum gestum innihaldsríkar og ánægjulegar stundir með myndlist.
Skipulag miðlunar í Listasafni Reykjavíkur tekur m.a. mið af Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030, aðalnámskrá grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.