Guli bakpokinn fyrir fjölskyldur
Guli bakpokinn er fullur af skemmtilegum hlutum, sem börn og fjölskyldur geta notað til að njóta sýninga í Listasafni Reykjavíkur enn betur saman. Bakpokann er hægt að fá lánaðan í móttöku safnsins fyrir valdar sýningar meðan á heimsókn stendur yfir.
Það er gaman að leysa krossgátu saman, kíkja á verkin í gegnum kviksjá og stækkunargler, skissa saman eða skoða mynda- eða spurningaspjöld.