29. september 2017 - 14:30
Kvikmyndasýning í samstarfi við RIFF: Doctor Fabre Will Cure You
Staður viðburðar:
Hafnarhús
Sérsýning á Doctor Fabre Will Cure You eftir Pierre Coulibeuf í samstarfi við RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Tilraunakenndur skáldskapur eftir myndlistarmanninn og frammúrstefnu kvikmyndagerðarmanninn Pierre Coulibeuf, byggður á gjörningum og dagbók (Jurnal de nuit) Jan Fabre. Í myndinni, sem er nútíma ævintýri, er Jan Fabre varpað inn í hans eigin ímyndaða heim þar sem hann skapar karakter sem breytir sífellt um sjálfsmynd og leikur fjölda hlutverka í hinum ýmsu gervum. Kvenpersónan, líkt og illi andi manndómsvígslunnar, notar ýmis andlit, ásækir karlpersónuna og hvetur til ummyndanna, að eilífu.
Pierre Coulibeuf / FRA 2013 / 60 min
Ókeypis aðgangur.
Frekari upplýsingar á www.riff.is
Sýning:
Tenglar:
Verð viðburðar kr:
0