Vetrarfrí grunnskólanna: Frítt inn á safnið í fylgd með börnum og ritsmiðjur fyrir 8-12 ára

Vetrarfrí grunnskólanna: Ritsmiðjur fyrir 8-12 ára og frítt inn á safnið í fylgd með börnum

Í tilefni af vetrarfríinu fá forráðamenn í fylgd með börnum frítt inn á safnið - Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn, dagana 15.-18. febrúar.

Listasafn Reykjavíkur býður auk þess upp á tvær tveggja daga ritsmiðjur fyrir 8-12 ára á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýninguna Myrkraverk.

Þátttakendur læra undirstöðuatriði skapandi skrifa og hvernig eigi að koma hugmyndum sínum á blað. Undir handleiðslu kennara munu þeir skrifa stuttar sögur innblásnar hinu yfirnáttúrulega og ævintýralega í verkunum á sýningunni Myrkraverk 

Ritsmiðjurnar eru ókeypis en þátttakendur þurfa að skrá sig þar sem takmarkaður fjöldi kemst að.

Ritsmiðja I: Skráning hér: http://bit.ly/2C39ktP
Fimmtudag og föstudag, 15.-16. febrúar kl. 9-12.00.

Ritsmiðja II: Skráning hér: http://bit.ly/2E8tFUH
Laugardag og sunnudag, 17.-18. febrúar kl. 10-13.00.

Umsjónarmaður og kennari ritsmiðjunnar, Markús Már Efraím, hefur undanfarin ár kennt börnum skapandi skrif um alla borg. Vorið 2015 kom út hrollvekjusafn eftir 8-10 ára nemendur hans, Eitthvað illt á leiðinni er, sem margir kannast eflaust við úr Stundinni okkar í vetur.