Síðustu dagar sýningarinnar Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? og sunnudagsleiðsögn með safnstjóra

Síðustu dagar sýningarinnar Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? og sunnudagsleiðsögn með safnstjóra

Sýningunni Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? lýkur sunnudaginn 30. september á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi.

Með listsköpun sinni hafa myndlistarmenn haft mótandi áhrif á tengsl manna við umhverfi sitt jafnframt því sem verk þeirra endurspegla tíðaranda og samfélagsþróun. Á sýningunni er sjónum beint að verkum sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. Sýningin er tvískipt, sögulegur hluti hennar er á Kjarvalsstöðum en verk eftir listamenn 21. aldarinnar sýnd í Hafnarhúsi.

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2018 og hluti af 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar. 

Síðasta sýningardag verður sunnudagsleiðsögn kl. 15.00 á Kjarvalsstöðum þar sem Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, leiðir gesti um sögulegan hluta sýningarinnar. Þar er að finna málverk eftir 15 valinkunna listamenn af víðernum landsins auk ljósmynda, skissa og kvikmynda frá hálendinu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.