Listaverk vikunnar: Eitthvað að bíta í

Dagný Guðmundsdóttir: Eitthvað að bíta í

Listaverk vikunnar er Eitthvað að bíta í eftir Dagnýju Guðmundsdóttur frá 2018. Verkið er staðsett á opnu svæði milli Safamýrar og Háaleitisbrautar. 

Verkið var hluti af sýningunni ​Hjólið – Fallvelti heimsins sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð að síðastliðið sumar sem hluti sýningarraðar í aðdraganda 50 ára afmælis félagsins.

Verkið samanstendur af hraukabeði sem í er plantað grænmeti, kryddjurtum og ætum blómum. Verkið er á opnu svæði milli Safamýrar og Háaleitisbrautar, í almannarými þar sem íbúar hverfisins og þeir sem eiga leið um geta sótt sér eitthvað að bíta í. 

Ljósmyndin var tekin þegar leikskólabörn skoðuðu verkið nú í júní.