Leikum að list

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. 

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. Fjölskyldan skráir sig í einu lagi í bókunar­kerfi á vef eða í gegnum viðburð á Facebook. Einnig er hægt að skrá sig samdægurs í mót­töku við komu.

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin.

Leikum að list – fjölskyldudagskrá Listasafns Reykjavíkur

2023/2024

1. október kl.13.00–15.00 Hafmeyjur og furðuverur – Fjölskylduleiðsögn og listasmiðja 

5. nóvember kl. 13.00–15.00 Út um fjöll og firnindi!

3. desember: Væntanlegt

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Leikum að list