Anna Guðjónsdóttir tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020
Listasafn Reykjavíkur óskar Önnu Guðjónsdóttur til hamingju með tilnefningu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020 fyrir sýninguna Hluti í stað heildar sem sýnd var í Hafnarhúsinu á síðasta ári.
Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að sýningarrýmið hafi umbreyst í "formhreinan sýningarskáp sem gestir gengu inn í, umvafðir málverkum og veggteikningum sem spegluðu rýmið sjálft og opnuðu líka inn í aðra og óvænta heima."
Þeir aðrir listamenn sem eru tilnefndir eru Guðjón Ketilsson, Hildigunnur Bigisdóttir og Ragnar Kjartansson og óskum við þeim einnig til hamingju!
Þá er Emma Heiðarsdóttir í forvali fyrir hvatningarverðlaun ársins fyrir sýningu sína Jaðar í D-sal Hafnarhússins. Claire Paugam og Sigurður Ámundason eru einnig í forvali til verðlaunanna. Hamingjuóskir öll!
Verðlaunin verða veitt í Iðnó 20. febrúar.