Listasmiðja – þræðir náttúrunnar
Skemmtileg listasmiðja fyrir fjölskyldur þar sem unnið er með ýmiss konar band og vefnað á skapandi hátt.
Allir eru velkomnar í smiðjuna eftir að hafa gengið í gegnum sýningarnar Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir og Jóhannes S. Kjarval: Að utan, en verkin á sýningunum eru notuð sem innblástur fyrir sköpunina í smiðjunni.
Aðgöngumiði á safnið gildir, en að sjálfsögðu er ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Gert er ráð fyrir að börn komi í fylgd fullorðinna.
LEIKUM AÐ LIST er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. Við LEIKUM AÐ LIST reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni.
Skráðu þig á póstlista Listasafns Reykjavíkur og fáðu upplýsingar um skemmtilega fjölskylduviðburði og aðrar uppákomur á vegum safnsins. Handhafar Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt á alla viðburði safnsins.