Leikum að list: Vertu skúlptúr
Nú gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að búa til lifandi skúlptúra eftir eigin höfði í safnumhverfi Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi á þar til gerðu sviði, meðan sýningin Gilbert og Georges: THE GREAT EXHIBITION stendur yfir.
Gilbert & George hafa allt frá upphafi ferils síns á sjöunda áratug síðustu aldar notað sjálfa sig sem efni í skúlptúra, svokallaða lifandi skúlptúra (e. living sculpture). Listamennirnir hittust fyrst í skúlptúrdeild listaháskóla í London þar sem þeir byrjuðu ungir að gera tilraunir, við mismiklar vinsældir kennara og nemenda. Gilbert & George hafa síðan þá verið virkt listteymi, sem hefur farið sigurför um heiminn, með frumlegu og áhugaverðu innleggi í listasöguna.
Takið mynd af ykkur sem skúlptúr, fjölskyldunni og/eða vinunum og deilið á #listasafnreykjavikur