18. mars 2021 - 17:00
Ný sýning – D43 Auður Lóa Guðnadóttir: Já/Nei
Staður viðburðar:
Hafnarhús
Auður Lóa Guðnadóttir er 43. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal.
Auður Lóa fæst mest við skúlptúr og vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Í verkum sínum leitast hún við að túlka hið óvænta, en almenna. Verkin, í samhengi við hvert annað, við umhverfi sitt, í samtali við miðil og efni, segja sögu, reyna að grafa holu í eitthvað óáþreifanlegt.
Auður Lóa er fædd árið 1993 í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk BA gráðu árið 2015. Síðan hefur hún starfað sjálfstætt og í samstarfi við aðra listamenn.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.