Fimmtudagurinn langi
Síðasti fimmtudagur mánaðarins er fimmtudagurinn langi!
Dagskrá Listasafns Reykjavíkur
Kjarvalsstaðir
Sýning: Eilíf endurkoma
Kl. 18.45: Skólahljómsveit Austubæjar spilar á veröndinni fyrir utan Klambra Bistro við Kjarvalsstaði.
Kl. 20.00: Leiðsögn listamanna: Guðrún Kristjánsdóttir og Katrín Elvarsdóttir.
Þátttaka ókeypis, en skráning nauðsynleg HÉR
FACEBOOK
Ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00 – allir velkomnir!
Klambrar Bistro opið til kl. 22.00
Hafnarhús
Hafnarhús er lokað vegna uppsetningar nýrrar sýningar
Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!