Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí sem stendur í Laugardal hefur glatt gesti Grasagarðsins í sumar en líkt og síðustu ár að þá er Fyssa virk á sumrin en fær hvíld á veturna. Slökkt verður á verkinu fimmtudaginn 26. október, tveimur dögum fyrir fyrsta vetrardag.