Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
19.10.2024
31.12.2024

Hallgrímur Helgason

  • Hallgrímur Helgason, Falling in love ´99

Hallgrímur Helgason er áttundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og viðfangsefnum. Slík stöðutaka á sér stað í framsetningu lykilverka frá ólíkum tímum í Vestursal Kjarvalsstaða og útgáfu sýningarskrár þar sem fjallað um ferilinn í samhengi listasögunnar og samtímans. Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir. 

Hallgrímur Helgason er fæddur í Reykjavík 1959. Hann nam stuttlega við MHÍ og Listaakademíuna í München en hefur starfað og sýnt sem myndlistarmaður frá árinu 1983. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis og tekið þátt í yfir 40 samsýningum víða um lönd. Árin 1985-89 var hann búsettur í Boston og New York og árin 1990-96 bjó hann í París. Málverk og teikningar hafa ætíð verið hans miðill og hefur hann á löngum ferli þróað sinn persónulega stíl sem jafnan hefur verið fígúratívur, en flakkað á milli realisma og fantasíu. Í tvo áratugi vann hann mikið með hliðarsjálf sitt, teiknimynda-karakterinn Grim. Verk hans eru meðal annars í eigu Metropolitan Museum of Art, New York, FRAC Poitou-Charentes í Angouleme, Frakklandi, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Listasafns Háskólans, Listasafns Kópavogs og Listasafns Ísafjarðar. Árið 2021 hlaut Hallgrímur heiðursorðu Frakka fyrir menningarstörf, Officier de l'ordre des arts et des lettres. Á komandi ári, 2024, mun Hallgrímur sýna verk sín á Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn, Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum og í Kompunni á Siglufirði áður en mið-ferils yfirlitssýning hans opnar á Kjarvalsstöðum haustið 2024.

Sýningarstjóri/-ar: 
Ólöf Kristín Sigurðardóttir

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.