26. september 2015 - 13:00 til 16:00

„To my friend, hund“ – Ókeypis ritsmiðja fyrir börn í Hugmyndasmiðjunni

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir
Það er alþekkt að Kjarval var mikill dýravinur og gerði margar dýramyndir. En hann málaði ekki bara dýrin heldur spjallaði við þau, bauð þeim heim í mat og sendi þeim bréf. Í ritsmiðjunni fá börn að taka sín fyrstu skref í smásagnagerð með því að skrifa fyrir dýr. Þau geta skrifað alls kyns sögur en það fer allt eftir því fyrir hvaða dýr þau ætla að skrifa, því ólík dýr hafa ólíkan smekk á bókmenntum (hundar vilja helst heyra einfaldar sögur þar sem mikið gerist, en það má skrifa næstum hvað sem er fyrir gullfiska því þeim gæti ekki leiðst meira en þeim þegar gerir).
 
Ritsmiðjan hentar sérstaklega yngri börnum sem eru byrjuð að skrifa og upp í 10 ára, en er þó opin öllum. Ekki þarf að skrá sig í ritsmiðjuna og þátttaka er ókeypis en gott er að mæta tímalega. Leiðbeinandi er Markús Már Efraím.
 
Í október og nóvember verða haldnar fleiri ritsmiðjur undir stjórn Markúsar Más, en þær verða auglýstar síðar.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.