Sýningarleiðsögn: Bjarni Hinriksson um Erró
Bjarni Hinriksson, teiknari og myndasöguhöfundur, leiðir gesti um sýningu Errós, Stríð og friður. Bjarni veitir innsýn í lestur verkanna með skírskotun til uppruna þeirra mynda sem Erró skeytir saman í verkum sínum. Sérstaklega er sjónum beint að rýminu á milli myndanna - því sem er ósagt en kann í raun að vera inntak verkanna.
Sýning Errós stendur í Hafnarhúsinu frá október 2016 til janúar 2017. Þar eru verk af löngum ferli listamannsins sem skírskota bæði til sögulegra átaka og önnur sem eru hans hugarsmíð. Hann víkur að styrjaldarátökum með myndum sem hann safnar hvaðanæva úr heiminum: auglýsingum, fréttamyndum, teiknimyndum, áróðursplakötum og myndasögum. Hann setur þær saman í klippimyndir og síðan í málverk og býr þannig til margbrotnar, þaulhugsaðar og um leið opnar frásagnir.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.
Ljósmynd: Dagur Gunnarsson