17.02.2017
Hrina: GJÖRNINGUR
Nú er komið að öðrum þætti sýningarverkefnisins Hrinu sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi. Hrinan nefnist GJÖRNINGUR og hefst þann 9. febrúar. Hún samanstendur af verkum eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Ásmund Ásmundsson, Doddu Maggý, Erling Klingenberg, Gjörningaklúbbinn og Magnús Pálsson.
Í Hrinu er sýndur stór hluti þeirra kviku vídeóverka sem fyrirfinnast í safneign Listasafns Reykjavíkur. Titill sýningarinnar vísar til þess að verkin eru sýnd í fjórum hrinum og stendur hver þeirra yfir í um það bil einn mánuð. Hrinurnar hafa hver sitt þema sem byggir á nálgun og viðfangsefnum listamannanna.
Á fimmtudagskvöldum geta gestir kynnst mörgum þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni og fræðst um verk þeirra og feril.