Veldu ár
Gjörningur: Kona í e-moll
Gjörningur eftir Ragnar Kjartansson á sýningunni Guð, hvað mér líður illa.
Í miðjum hring úr gylltum strimlum stendur kona í pallíettukjól eins og lifandi stytta á snúningspalli. Hún er með Fender-rafmagnsgítar um öxl tengdan magnara og þegar hún slær á strengina ómar e-moll hljómur um sýningarsalinn. Hljómurinn er sígild undirstaða dægurtónlistar enda liggur hann fyrirhafnarlítið í grunnstillingu hljóðfærisins. Hann er angurvær en um leið ágengur, einkum hér þar sem hann er endurtekinn í sífellu án tilbrigða.
Gjörningurinn fór upphaflega fram í samtímalistasafni Detroit-borgar, MOCAD. Þar kallaðist verkið á við þá staðreynd að í borginni spruttu á sínum tíma fram margar afgerandi tónlistarstefnur 20. aldarinnar.
Gjörningurinn Kona í e-moll er annar gjörningur af þremur á sýningunni og stendur yfir til 3. september 2017. Hann fer fram alla daga á opnunartíma safnsins, frá morgni til kvölds.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.