Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
19.06.2015
03.01.2016

Út á spássíuna – textar, skissur og pár í list Kjarvals

Ég sé mig skrifa, og ég heyri í pennanum á pappírnum.

Þessi orð Kjarvals gætu verið yfirskrift sýningarinnar, því þau beina sjónum að efninu, aðferðinni, og ímyndunaraflinu. Við sjáum Kjarval að störfum með penna eða pensil á lofti; hann teiknar, skrifar, rissar með bleki, blýanti, eða tússi. Á alls konar pappír dregur hann línu ýmist fína, grófa, hljóða, eða ágenga.

Titillinn Út á spássíuna er tilvísun í hliðarveröld við megintexta sem birtist oft í fornum handritum eins og Umberto Eco lýsti á svo myndrænan hátt í bókinni Nafn rósarinnar: “Þetta var saltari, og á spássíu hans var dregin upp veröld þveröfug við þá sem skynfæri okkar hafa vanizt.”1 Þannig birtist hliðarveröld Kjarvals í sendibréfum, í minnisbókum, á umslögum og alls kyns pappírssnifsum, eins og heimur á hvolfi bundinn undursamlegum skírskotunum fólgnum í ráðgátum. Teikningar, skissur, krot og pár, stök orð, og setningar, uppköst að bréfum og orðsendingar til vina og kunningja. Það krefst talsverðrar þolinmæði að lesa þessi gögn, þrátt fyrir að þau hafi verið flokkuð og skönnuð og í fyrsta sinn aðgengileg á stafrænan hátt. Þau fjalla um hitt og þetta og stundum eiginlega ekki neitt, þau hafa varðveist því þau tengjast lífi Kjarvals og eru einskonar baksvið og reimleikar í ævi listamannsins.

Margir hafa bent á þá áráttu Kjarvals að varðveita allt og ekkert, skrifa og teikna á það sem hönd á festi, sendandi kveðjur og myndir í alla landshluta, ,,skrifast á” eins og þá tíðkaðist. Halldór Kiljan Laxness lýsti því hvernig ,,Kjarval dreifir kringum sig listaverkum af óþrotlegri auðlegð, hvar sem hann er staddur, án þess að hirða hvort það efni, sem af tilviljun hefur orðið miðill hans í svip, er hæft til að varðveita myndina; þannig eru sum snilldarverk hans gerð á lítilfjörleg vasabókarblöð, pappírspentudúka, salernapappír og þvílíkt efni óvandað, sem grotnar niður á skömmum tíma.”2
Ótrúlega margt hefur samt varðveist og á sýningunni verður grafið niður í þennan einkaheim Kjarvals og dreginn fram fjöldi teikninga og ýmis skrif þar sem hann samþættir texta og teikningu. Mörg verkanna eru nánast sjálfsprottin og óreiðukennd, þau spegla óstöðvandi sköpunarþrá Kjarvals og kvikan huga hans. Sum þeirra draga fram persónulegri og dekkri hlið en þá sem flestir þekkja en hér má einnig finna efni, svo sem uppköst að bréfum sem gefa vísbendingu um fjölbreytt og fallegt samband hans við fólkið í landinu og umslög sem verða efni í ný verk.  Hér sést glitta í margar hliðar Kjarvals: Rithöfundinn, skáldið, nýyrðasmiðinn, vininn, samferðamanninn en umfram allt listamanninn sem alltaf kemur á óvart.

[1] Umberto Eco, Nafn rósarinnar, þýðing Thors Vilhjálmssonar, Reykjavík: Svart á hvítu, 1984, bls. 76.
[1] Myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval með formálsorðum eftir Halldór Kiljan Laxness, Reykjavík: Mál og menning, 1938, án bls.

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Æsa Sigurjónsdóttir
Kristín Guðnadóttir
Boðskort: 
Boðskort

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Ljósmynd: Markús Már Efraím
Kjarvalsstaðir
21. nóvember 2015 - 13:00 til 16:00