Fræðsla og leikur í fjarkennslu

Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölda leiða til þess að fræðast um myndlist með rafrænum leiðum. Hér kynnum við sérstaklega efni sem hægt er að nota bæði til náms og skemmtunar heimavið. 

Kahoot – leikir

Hér eru þrír léttir Kahoot-leikir um Erró, Ásmund Sveinsson og Perlufestina - höggmyndagarð kvenna  í Hljómskálagarðinum. 

Hvað veistu um Erró?

Hvað veistu um Ásmund?

Hvað veistu um Perlufestina?
 

Kennslupakkar

Hér er að finna kennslupakka sem hægt er að nota bæði að hluta til og í heild. Inni í kennslupökkunum eru myndir af listaverkum, upplýsingar um þau og listamennina sem skapa þau, tenging við Aðalnámskrá, tillögur að umræðupunktum og skemmtileg verkefni.

Rafrænn kennslupakki um útilistaverk í Breiðholti   

Rafrænn kennslupakki um flökkusýninguna Skyggni ágætt – Sjálfbærni krefst skapandi hugsunar   

Rafrænn kennslupakki um flökkusýninguna Heima

App – Útilistaverk í Reykjavík/Reykjavik Art Walk 

Listasafn Reykjavíkur gaf út app árið 2019, á ári útilistaverka í safninu, með upplýsingum um öll útilistaverk í Reykjavík. Í appinu eru einnig hljóðleiðsagnir fyrir göngu og hjólatúra og skemmtilegur leikur í þremur þyngdarstigum. Það er því tilvalið til skemmtunar og fróðleiks bæði inni og úti. Appið er bæði fyrir iphone og Android stýrikerfi og er bæði hægt að hlaða niður á íslensku og ensku. 

Sækið forritið hér  

Myndbönd – viðtöl

Myndbönd með viðtölum við myndlistarmenn og sýningarstjóra, umræður um sýningar og stutt yfirlit er að finna undir hverri sýningu hér á heimasíðunni. Þau geta verið skemmtileg og áhugaverð kveikja að ýmiss konar verkefnum. Gott er að skrolla aðeins niður – því efnið er sett neðst á síðurnar.

Sýningarsíðan – núverandi sýningar 
Sýningarsíðan – liðnar sýningar 
Sýningarsíðan – sýningar framundan 

Dæmi:
Viðtal við listakonuna Ólöfu Nordal í tengslum við sýninguna hennar Úngl 
Viðtal við sýningarhönnuðinn Axel Hallkel Jóhannsson - hönnuð sýningar á verkum William Morris – Alræði fegurðar

Fræðslumyndbönd

Fræðslumyndband um Jóhannes S. Kjarval: Hér heima
Fræðslumyndband um Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020
Fræðslumyndband um Erró
Fræðslumyndband um Sol Lewitt
Fræðslumyndband um Jóhannes S. Kjarval: Að utan
Fræðslumyndband um sýningu Ásgerðar Búadóttur – Lífsfletir

Blaðagreinar og fjölmiðlar

Viðtöl við myndlistarmenn, sýningastjóra og safnstjóra hefur verið safnað saman undir hverri sýningu hér á heimasíðunni. Blaðagreinar geta verið skemmtileg og góð heimild í ýmiss konar verkefnum. Gott er að skrolla aðeins niður – því efnið er sett neðst á síðurnar. Þar er einnig að finna umfjöllun um sýningar í sjónvarpi og á vefmiðlum. 

Sýningarsíðan – núverandi sýningar 
Sýningarsíðan – liðnar sýningar 
Sýningarsíðan – sýningar framundan 

Dæmi:  Viðtal við Ólaf Elíasson á mbl.is í tengslum við sýningu hans Bráðnun jökla  
               Umfjöllun á RÚV um Draumalaug Finnboga Péturssonar í Hafnarhúsi 

Sýningarskrár 

Sýningarskrár með öllum sýningum er nú að finna á vefsvæði hverrar sýningar fyrir sig á heimsíðu okkar. Þar er að finna bæði á íslensku og ensku góðan texta um sýningarnar frá listfræðilegu sjónarhorni, skrifað af sýningarstjórum og/eða sérfræðingum safnsins. Þær má að sjálfsögðu nota sem kveikju eða góðar heimildir í vinnu á efri skólastigum. 

Sýningarsíðan – núverandi sýningar 
Sýningarsíðan – liðnar sýningar 
Sýningarsíðan – sýningar framundan 

Dæmi: Erró – Sæborg

360° myndir af liðnum sýningum

Meðan á lokun safnins vegna samkomubanns stendur bjóðum við öllum að kíkja inn í sýningarsali safnsins eins og kostur er, á Facebook-síðu safnsins. Hægt er að stjórna ferðinni sjálfur líta í kringum sig og draga að það sem grípur augað og skoða nánar.

Jóhannes S. Kjarval: Hér heima

Sol LeWitt

Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter: Chromo Sapiens

Jóhannes S. Kjarval: Að utan – skógarmyndir frá Frakklandi

Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir

Fræðsluefni