Háskólar

Í Listasafni Reykjavíkur er hægt að fræðast um myndlist í sögu og samtíð en ekki síður safnastarf. Óski háskólakennari eftir leiðsögn um afmarkað efni á sýningum eða aðrar áherslur á fræðisviði safnsins er þeim bent á að hafa samband. Háskólanemar í skipulögðum heimsóknum fá frítt inn. Listasafnið tekur á móti takmörkuðum hópi háskólanema í Vísindaferðir á hvorri önn. Miðlunardeild safnsins skipuleggur jafnframt opna fyrirlestra og stefnumót við listamenn, sýningarstjóra og aðra sérfræðinga í tengslum við sýningar. Stakir námsmenn njóta afsláttar á aðgöngumiðum og í boði er árskort á góðum kjörum fyrir 28 ára og yngri til þess að sækja allar sýningar og viðburði.

Listin í fjarkennslu – Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölda leiða til þess að fræðast um myndlist með rafrænum leiðum. 

 

Háskólar