2 fyrir 1 í Ásmundarsafn í júlí fyrir menningarkortshafa

Ásmundur Sveinsson og Elín Hansdóttir: Uppbrot

Í júlí fá handhafar Menningarkorts Reykjavíkur 2 fyrir 1 í Ásmundarsafn og geta því boðið með sér gesti að kostnaðarlausu.

Í Ásmundarsafni stendur nú yfir sýningin Uppbrot þar sem myndlistarmaðurinn Elín Hansdóttir rýnir í verk höggmyndalistamannsins Ásmundar Sveinssonar, glímir við arfleifð hans og leitar áður ókannaðra flata.

Á sýningunni eru verk eftir Ásmund úr safneign Listasafns Reykjavíkur og ný verk eftir Elínu. Elín veltir fyrir sér vinnu listamannsins og hlutskipti hans, sem oft hefur verið að brjóta upp gömul og gildandi viðhorf. Sýningarstjóri er Dorothée Kirch.

Menningarkort Reykjavíkur er árskort í söfn Reykjavíkurborgar. Kortið veitir 10% afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur og veitingasölum safnanna. Að auki eru fjölmörg mánaðarleg tilboð hjá samstarfsaðilum kortsins.