24.05.2016
Ásmundarsafn tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2016
Verðlaunin eru veitt einu safni annað hvert ár, safni sem þykir hafa skarað fram úr og vera til eftirbreytni. Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráð safna) og Félag íslenskra safna og safnamanna stendur að verðlaununum.
Í umsögn valnefndar segir að síðustu misseri hafi með vel skipulagðri sýningarstefnu í Ásmundarsafni tekist einkar vel að halda uppi lifandi samræðu við listasöguna og samtímann. Þegar safnið var stofnað árið 1983 var ákveðið að lögð yrði áhersla á að halda á lofti verkum og gildum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Það sé gert með því að tengja verk hans við strauma og stefnur líðandi stundar í samspili við verk valinna, ungra listamanna.