Dagskrá Menningarnætur í Listasafni Reykjavíkur
Það verður mikið um dýrðir í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst. Frítt er inn á allar sýningar safnsins allan daginn og í boði verða leiðsagnir, tónleikar, ratleikur, blómasmiðja, brauðtertusamkeppni, rauðvínsjóga og fleiri viðburðir fyrir alla fjölskylduna.
Hafnarhús – opið frá 10-23.00
Kl. 15-18.00
Pop-up leikvöllur Smástundar
Bláu kubbarnir eru ótrúleg leikföng sem leysa sköpunarkraft barnsins úr læðingi. Börn fá tækifæri til þess að skapa það sem þeim dettur í hug, möguleikarnir eru endalausir!
Kl. 15-17.00
Heimsálfarnir syngja saman
Safnað verður saman í alþjóðlegan barnakór á Menningarnótt í Hafnarhúsinu. Þar skapast börnum skemmtilegur vettvangur til að kynnast öðrum tungumálum, tónlist og menningarháttum í gegnum söng, ásamt því að taka virkan þátt í að kynna sitt tungumál og tónlist. Í lok viðburðar verða búin til hljóðfæri.
Kl. 17-21.00
Örleiðsagnir í Hafnarhúsi
Á hálftíma fresti verða 10 mín örleiðsagnir um valin verk á sýningum
Kl. 14-16.00
Brauðtertusamkeppni
17-23.00
LR Trattoria
Vínbóndinn, Borðhald og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir LR Trattoria á 2. hæð Hafnarhúss. Boðið verður upp á úrval náttúruvína og smárétta.
Kl. 17.30 og 19.00
Rauðvínsjóga
Rauðvínsjóga er rólegt jóga sem hentar öllum 20 ára og eldri sem drekka rauðvín, nú eða finnst lyktin af því vera góð. Pláss fyrir 20 þáttakendur og gildir fyrstur kemur fyrstur fær dýnu.
Kl. 17.30
Kvæðakonan góða
Kvæðakonan góða er hópur kvenna í Reykavík sem kveður lausavísur og rímur. Vísurnar eru eftir eða um konur og eru kveðnar við stemmur (rímnalög) sem eru ýmist gamlar eða frumsamdar. Markmið hópsins er að halda á lofti menningararfinum okkar, endurnýja hann og endurskapa.
Kl. 21.00
Tónleikar: DJ flugvél og geimskip
dj. flugvél og geimskip kemur fram í Hafnarhúsi á Menningarnótt en hún hefur vakið athygli fyrir óvenjulega raftónlist, einstakan söng og litríka sviðsframkomu.
Kl. 22.00
Tónleikar: Quindar
Bandaríska hljómsveitin Quindar. Quindar samanstendur af Grammy verðlauna tónlistarmanninum Mikael Jorgensen og listsagnfræðingnum James Merle Thomas (áður hjá Flug- og geimvísindasafni Bandaríkjanna). Quindar er hljómsveit sem notar hljóð og myndir frá NASA, þar sem tónlistinni blandað í rauntíma við NASA myndefni sem skapar einstaka margmiðlunar raftónlistar upplifun.
Verkið Tákn á Arnarhvoli
Kl. 16.00
Leiðsögn listamanns: Steinunn Þórarinnsdóttir
Steinunn Þórarinnsdóttir segir frá verki sínu Tákn sem var sett upp á þak Arnarhvols við Ingólfsstræti
Hljómskálagarður – Perlufesti
Kl. 13-15.00
Fjölskyldurleikur: Vertu stytta!
Fjölskylduleikur í Perlufestinni – höggmyndagarði kvenna í Hljómskálagarðinum.
Kjarvalsstaðir – opið frá 10:00 – 22:00
Kl. 15-20.00
Ratleikur fyrir fjölskyldur á Klambratúni
Skemmtilegur og fræðandi ratleikur á Klambratúni með áherslu á útilistaverkin umhverfis Kjarvalsstaði.
Kl. 15.30
Kvæðakonan góða
Kvæðakonan góða er hópur kvenna í Reykavík sem kveður lausavísur og rímur. Vísurnar eru eftir eða um konur og eru kveðnar við stemmur (rímnalög) sem eru ýmist gamlar eða frumsamdar. Markmið hópsins er að halda á lofti menningararfinum okkar, endurnýja hann og endurskapa.
Kl. 16-20.00
Vinnusmiðja: Allt eins og blómstrið eina
Vinnusmiðja með áherslu á að styrkja samband manns og náttúru. Smiðjan verður í formi nokkurra sjálfstæðra en tengdra þátttökuverkefna sem menningarnæturgestir geta tekið þátt.
Kl. 17-21.00
Örleiðsagnir um valin verk: William Morris og Sölvi Helgason
Á klukkutíma fresti verða 15 mín örleiðsagnir um valin verk á sýningunum.
Kl. 17.30-20.30
Örleiðsagnir um valin verk Kjarvals
Á klukkutíma fresti verða 10 mín örleiðsagnir um valin verk á sýningunni.
Kl. 21.00
Tónleikar: Næturmyndir
Flutt verða íslensk sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson við kvæði Jónasar Hallgrímssonar ásamt íslenskum þjóðlögum. Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona mun flytja lög Atla Heimis ásamt Jóni Sigurðssyni píanóleikara og Victoriu Tarevskaia sellóleikara.