Dagskrá Safnanætur 2020
Það verður fjölbreytt dagskrá í Listasafni Reykjavíkur á Safnanótt á föstudaginn kemur. Opið langt fram á kvöld og eitthvað við allra hæfi í safnhúsunum þremur.
Hafnarhús
18-22.00
Vertu sæborg! : Taktu mynd af þér sem sæborg/cyborg
18-23.00
LR Trattoria - Vínbóndinn og Borðhald verða með pop-up veitingastað
18.30, 19.30, 20.30 og 21.30
Örleiðsagnir um valin verk á sýningum í Hafnarhúsi
20.00, 21.00 og 22.00
Festa – FWD sýnir dansverk eftir Sóleyju Frostadóttur
Kjarvalsstaðir
18-22.00
Ratleikur um safnhúsið
18.30 og 21.30
Örleiðsagnir um valin verk á sýningum á Kjarvalsstöðum
19.30 og 21.30
Heimsókn í geymslur
20.00
Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra: Úngl
21.00
Krassasig (Kristinn Arnar Sigurðsson) spilar lög af nýju plötunni sinni “Gakktu um gleðinnar dyr, ef það er hægt”
Ásmundarsafn
18-22.00
Fjölskyldustund - Fjölskyldufebrúar heilsar gestum á Ásmundarsafni í febrúarmánuði, þar sem hægt verður að koma við og eiga gæðastund með fjölskyldunni í fræðandi og skemmtilegri þátttökusýningu
19.30 og 21.30
Örleiðsagnir um Ásmundarsafn (og garð ef veður leyfir)