24.05.2017
Fallegar fermingar- og útskriftargjafir
Við vorum að taka upp úr kössunum þessa tvo eigulegu gripi, annars vegar fróðlega bók um myndhöggvarann Ásmund Sveinsson og hinsvegar nýja afsteypu af Hvíld eftir Ásmund.
Bókin Ásmundur Sveinsson er prýdd fjölda mynda og fjallar um listamanninn og verk hans með greinum fjögurra höfunda. Bókin kostar 12.900 kr. og fæst í öllum safnbúðum Listasafns Reykjavíkur.
Hvíld er 22 cm gipsstytta, gefin út í takmörkuðu upplagi. Upphaflega gerði Ásmundur styttuna árið 1935 og má sjá verkið í stækkaðri mynd í Laugardalnum. Afsteypan kostar 44.000 kr. og fæst í safnbúðinni í Ásmundarsafni.
Auk þessara gripa fæst fjöldinn allur af fallegum munum og íslenskri hönnun í safnbúðum Listasafns Reykjavíkur.