Fjölbreyttir viðburðir á Barnamenningarhátíð
Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 17.-22. apríl. Listasafn Reykjavíkur tekur þátt í hátíðinni nú sem endranær og er af nógu að taka fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Fyrir utan að frítt er inn á allar sýningar safnsins fyrir börn og gesti þeirra meðan á hátíðinni stendur hýsir safnið fjölda ókeypis viðburða. Ber þar helst að nefna Pop-Up ævintýraleikvöllinn sem haldinn verður í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og grafíksmiðju Prent og vina á Kjarvalsstöðum.
Dagskrá Barnamenningarhátíðar í Listasafni Reykjavíkur
Þriðjudag 17. apríl kl. 15.30 til sunnudags 22. apríl
Kjarvalsstaðir
Reykjavík – borgin okkar – sýningin er opin yfir alla hátíðina
Þriðjudag 17. apríl kl. 16.00 til sunnudags 22. apríl
Kjarvalsstaðir
Lego Star Wars ljósmyndir eftir börn – sýningin er opin yfir alla hátíðina
Miðvikudag 18. apríl kl. 16-17.00
Hafnarhús
Húlladúllan og sirkustímaflakkararnir – sirkussýning 5-9 ára barna
Fimmtudag 19. apríl kl. 16.00 til laugardags 21. apríl
Hafnarhús
17 sjálfbærni þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna – skapandi nálgun unglinga
Laugardag 21. og sunnudag 22. apríl kl. 10-12.00
Kjarvalsstaðir
Prent og vinir – grafíksmiðja – Facebook
Sunnudag 22. apríl kl. 10-16.00
Hafnarhús
Pop-Up ævintýraleikvöllur – Facebook
Ókeypis aðgangur.