23.10.2019
Fjórir listamenn í D-sal 2020
Listasafn Reykjavíkur kynnir fjóra listamenn sem koma til með að sýna í D-salar sýningaröð safnsins árið 2020. Nú þegar hafa 39 listamenn sýnt í röðinni.
Þetta eru Andreas Brunner, Auður Lóa Guðnadóttir, Klængur Gunnarsson og Una Björg Magnúsdóttir.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.