14.05.2019
Frítt inn á alþjóðlega safnadaginn
Frítt inn í Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundasafn, á alþjóðlega safnadaginn, laugardaginn 18. maí.
Á hverju ári velur ICOM (Alþjóðaráð safna) þema fyrir Alþjóðlega safnadaginn 18. maí og í ár er yfirskrift dagsins „Söfn sem menningarmiðstöðvar: Framtíð hefðarinnar“.
Hlutverk safna í samfélaginu er að breytast. Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti.
Verið velkomin!