Góðir gestir heimsóttu Listasafn Reykjavíkur

Maša Vlaović, Menningarmálaráðherra Svartfjallalands  og Vladislav Šcepanović, safnsstjóri hins nýstofnaða Samtímalistasafnsins Svartfjallands,  heimsóttu Listasafn Reykjavíkur í vikunni og ræddu samstarf og samvinnu vegna fyrirhugaðrar sýningar á verkum Errós í Svartfjallalandi.

Sýningin verður opnuð í mars 2024 á Samtímalistasafninu en á henni verða yfir fimmtíu verk listamannsins. Á fundinum kom fram einlægur áhugi á samstarfi  safnanna og til þess var tekið að Ísland hefði verið fyrsta landið sem viðurkenndi sjálfstæði Svarfjallalands árið 2006.