Haustfrí grunnskólanna: Smiðjur og leiðsögn
Í haustfríi grunnskólanna býður Listasafn Reykjavíkur foreldrum og forráðamönnum sem koma í fylgd barna frítt á sýningar í húsum safnanna, Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni.
Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum er opið alla dagana á opnunartíma safnsins.
Dagskrá:
Fimmtudag 18. október kl. 13-16.00
Kjarvalsstaðir
Haustlitasmiðja fyrir alla fjölskylduna þar sem er unnið er með liti haustsins bæði inni og úti í fallegu umhverfi Klambratúnsins.
Aldur: leik- og grunnskólaaldur með foreldrum/forráðamönnum
Föstudag 19. október kl. 13-16.00
Hafnarhús
Klippimyndamiðja í svart/hvítu fyrir krakka í 6.-10 bekk í fylgd með foreldrum/forráðamönnum. Smiðjan er haldin í tengslum við sýningu á verkum Errós, Svart og hvítt.
Laugardag 20. október kl. 13.-15.00
Ásmundarsafn
Kisuskúlptúrsmiðja fyrir krakka í 1.-4. bekk í fylgd með foreldrum/forráðamönnum.
Sunnudag 21. október kl. 16-17.00
Ásmundarsafn
Fjölskylduleiðsögn um sýninguna List fyrir fólkið með Innrás III - sýningu Matthíasar Rúnars Sigurðssonar myndhöggvara.
Ókeypis aðgangur.